banner
   fös 27. mars 2015 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Vine-myndband: Blysi hent í Akinfeev og leikur flautaður af
Akinfeev fékk blys í hausinn.
Akinfeev fékk blys í hausinn.
Mynd: Getty Images
Ömurlegt atvik átti sér stað í leik Svartfjallalands og Rússlands í undankeppni EM 2016 í dag, en flauta þurfti leikinn af eftir einungis nokkrar sekúndur.

Blysi var hent í Igor Akinfeev, markvörð rússneska landsliðsins, sem hneig niður og virtist missa meðvitund. Var hann borinn af velli og farið með hann á sjúkrabörur.

Dómari leiksins flautaði hann undir eins af og sagði að allavega 10 mínútna hlé yrði gert. Leikmenn fóru aftur inn í búningsklefana en sneru svo aftur rúmum 20 mínútum síðar.

Farið var með Akinfeev á sjúkrahús, en samkvæmt sjónvarpsstöðinni Sport Klub hefur hann náð meðvitund á ný. Hér að neðan má sjá þetta viðbjóðslega atvik.


Athugasemdir
banner
banner
banner