Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 27. mars 2017 13:16
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
Aron Einar sendi Coleman batakveðjur - Vill ekki horfa á myndbandið
Icelandair
Coleman liggur kvalinn á vellinum.
Coleman liggur kvalinn á vellinum.
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, sendi Seamus Coleman, leikmanni írska landsliðsins, batakveðjur á fréttamannafundi í Dublin í dag.

Coleman, sem spilar fyrir Everton, varð fyrir tvöföldu fótbroti í leik Írlands gegn Wales í undankeppni HM eftir tæklingu frá Neil Taylor.

Aron var spurður að því á fréttamannafundi í Dublin hvort hann hefði séð myndband af atvikinu.

„Ég hef bara séð ljósmyndir af því, það var hræðilegt og ég óska honum alls hins besta í batanum. Það er alltaf leiðinlegt að sjá leikmann meiðast svona. Ég vildi ekki horfa á myndband af þessu því þetta lítur svo hræðilega út á myndinni. Ég óska honum alls hins besta," sagði Aron á fréttamannafundinum.

Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, sagði í dag að Coleman væri niðurbrotinn eftir fótbrotið hrikalega.

„Seamus er byrjaður að átta sig á þessu. Ég hitti hann í gær og hann er mjög langt niðri. Frábærir leikmenn hafa fótbrotnað og komið til baka. Seamus er mjög sterkur karakter og er með gott fólk í kringum sig," sagði O'Neill

Írland og Ísland mætast annað kvöld í vináttulandsleik í Dublin sem verður 18:45 að íslenskum tíma.

Sjá einnig:
Myndband: Tímabilið búið hjá Coleman eftir skelfilega tæklingu
Athugasemdir
banner
banner
banner