Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. mars 2017 19:30
Stefnir Stefánsson
Butland byrjaður að æfa eftir árs fjarveru
Jack Butland er að snúa aftur eftir erfið meiðsli
Jack Butland er að snúa aftur eftir erfið meiðsli
Mynd: Getty Images
Jack Butland, markvörður Stoke City, hefur lokið sínum fyrsta fulla æfingadegi með liðinu. En Butland hefur verið fjarri góðu gamni í rúma 12 mánuði eftir þrálát ökklameiðsli.

Meiðslin hlaut hann þegar hann lék með Englandi gegn Þýskalandi í mars í fyrra. Ekki var reiknað með að hann yrði frá keppni í heilt ár, en meiðslin hafa reglulega tekið sig upp að nýju.

Hann virðist vera að jafna sig af meiðslunum en eftir að hafa lokið fyrsta heila æfingadegi sínum með liðinu skrifaði hann á twitter, „Frábær fyrsti æfingadagur að baki með strákunum. Ökklinn var ekki til vandræða og ég verð bjartsýnni með hverjum deginum."

Butland fór síðast í aðgerð á ökklanum í desember síðastliðinn og var í kjölfarið í endurhæfingu í Qatar yfir veturinn.

Lee Grant sem staðið hefur vaktina fyrir Butland á meðan hann hefur verið að glíma við meiðslin hefur haldið marki Stoke hreinu níu sinnum í þeim 26 leikjum sem að hann hefur spilað. Því verður fróðlegt að sjá hvort að Butland nái að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið aftur áður en að tímabilinu lýkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner