mán 27. mars 2017 23:30
Stefnir Stefánsson
Diego Costa gæti náð leiknum gegn Frakklandi
Diego Costa er að glíma við smávægileg meiðsli
Diego Costa er að glíma við smávægileg meiðsli
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Chelsea og spænska landsliðsins ferðaðist með hópnum til Parísar og virðist verða orðinn klár þegar að Spánverjar mæta Frökkum í vináttuleik annað kvöld.

Greint var frá því fyrr í vikunni að framherjinn væri að glíma við meiðsli á fæti og ökkla sem hann hlaut á æfingu með spænska landsliðinu. Hann var sendur í röntgenmyndatökur og þær sýndu að meiðslin væru ekki ein alvarleg og fyrst var talið.

Læknalið Spánverja mun meta það á morgun hvort að framherjinn sé nógu heill til að geta tekið þátt í leiknum.

Costa hefur verið sjóðandi heitur á þessu tímabili en hann hefur skorað 22 mörk fyrir Chelsea og landslið Spánar. Því er ljóst að Antonio Conte þjálfari Chelsea verður eflaust ánægður ef að Costa mun koma heill úr landsliðsverkefninu.

Chelsea mæta grönnum sínum í Crystal Palace á Stamford Bridge þann 1. apríl næstkomandi þar sem að liðið freistar þess að taka enn eitt skrefið í átt að Englandsmeistaratitlinum.



Athugasemdir
banner
banner
banner