Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. mars 2017 20:30
Stefnir Stefánsson
FIFA borgar laun Coleman eftir meiðslin
Tæklingin sem leiddi til fótbrotsins
Tæklingin sem leiddi til fótbrotsins
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið (e. FIFA) mun greiða allan launakostnað Seamus Coleman, leikmanns Everton, á meðan hann jafnar sig á fótbroti sem hann varð fyrir í leik Íra og Wales í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Í gegnum samtök sem að stuðla að verndun félaga, geta félög sótt um að fá greidd allt að 144 þúsund pund á viku ef að leikmaður félagsins meiðist þegar hann er í verkefni á vegum landsliðsins.

Heildar andvirði greiðslanna geta þó aldrei orðið meiri en 100 milljón pund.

Coleman þénar 45 þúsund pund á viku hjá Everton gæti verið frá í allt að ár eftir að hann tvífótbrotnaði á hægri fæti.

Hann þurfti að gangast undir aðgerð á laugardaginn í kjölfar fótbrotsins sem hann hlaut eftir tæklingu Walesverjans Neil Taylor, sem fékk að líta beint rautt spjald að launum.

Félagaverndunarsamtökin sem sett voru á laggirnar árið 2012 eftir pressu félaga sem voru að reyna að fá bætur fyrir leikmenn sem höfðu meiðst í landsliðsverkefni.

Því er ljóst að Everton þarf ekki að greiða Coleman laun á meðan hann er ekki klár í að spila fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner