banner
   mán 27. mars 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Gylfi til Newcastle? - James á óskalista Liverpool
Powerade
Gylfi kemur við sögu í slúðurpakka dagsins.
Gylfi kemur við sögu í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
James Rodriguez gæti verið á leið í enska boltann.
James Rodriguez gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin byrja nýja viku með hörku slúðurpakka.



Umboðsmenn Eden Hazard hafa átt jákvæðar viðræður við Real Madrid um möguleg félagaskipti í sumar. Chelsea vill fá James Rodriguez (25) í skiptum sem hluti af kaupverðinu fyrir Hazard (26). (Daily Mail)

Liverpool vill fá James Rodriguez í sínar raðir en Kolumbíumaðurinn er staðráðinn í að fara í félag sem verður í Meistaradeildinni á næsta tímabili. (Daily Mirror)

Diego Costa (28), framherji Chelsea, segist vera opinn fyrir því að fara í franska boltann í framtíðinni. (Telefoot)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur sagt Roman Abramovich, eiganda félagsins, að hann vilji fá Alvaro Morata (24) framherja Real Madrid í sínar raðir. (AS)

Barcelona ætlar að bjóða Liverpool að fá Ivan Rakitic (29) sem hluta af kaupverðinu fyrir Philippe Coutinho (24). (Liverpool Echo)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá króatíska miðjumanninn Marcelo Brozovic (24) frá Inter. Mourinho er tilbúinn að borga 43 milljónir punda fyrir Brozovic. (Gazzetta dello Sport)

Antoine Griezmann (26) segist vera ánægður hjá Atletico Madrid en hann hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea. (Daily Mirror)

Tiemoue Bakayoko (22), miðjumaður Monaco, hefur náð samkomulagi við Chelsea en hann gæti farið til félagsins á 35 milljónir punda í sumar. (Metro)

Arsenal ætlar að berjast við Atletico Madrid um Alexandre Lacazette (25), framherja Lyon. (Marca)

Arsenal hefur líka áhuga á að fá Dusan Tadic (28) frá Southampton á þrettán milljónir punda. (Daily Express)

Andrea Belotti, framherji Torino, ætlar að hafna bæði Arsenal og Chelsea í sumar. (Tuttosport)

Rafa Benítez, stjóri Newcastle, vill fá Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea í sumar. Newcastle er líklega á leið aftur upp í ensku úrvalsdeildina og Benítez vill kaupa Gylfa á 15 milljónir punda. (Sun)

Ben Gibson (24), varnarmaður Middlesbrough, verður á óskaslista toppliðanna á Englandi í sumar en Liverpool, Chelsea og Manchester City hafa verið að fylgjast með honum. (Daily Mirror)

Nathaniel Chaloah (22) segist aldrei hafa íhugað að fara frá Chelsea. (Daily Star)

Barcelona hefur ekki lengur áhuga á að fá Hector Bellerin (22) þar sem Arsenal vill fá að minnsta kosti 45 milljónir punda fyrir hægri bakvörðinn. (Marca)

Lionel Messi (29) vill ekki að Jordi Alba fari frá Barcelona til Manchester United. (Daily Star)

Jesus Navas (31), kantmaður Manchester City, vill fara aftur til Sevilla en fimm ára sonur hans er í leið í skóla þar. (AS)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner