Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 27. mars 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
Heimir: Vildum sýna Lars virðingu með því að mæta
Icelandair
Lars og Heimir á EM í fyrra.
Lars og Heimir á EM í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var meðal áhorfenda á fyrsta leik Lars Lagerback sem landsliðsþjálfari Noregs. Heimir keyrði til Belfast þar sem Noregur mætti heimamönnum í Norður-Írlandi í undankeppni HM.

Lagerback fékk enga óskabyrjun en Norður-Írar unnu 2-0.

„Við sögðum bara hæ og bæ. Ég fór bara sem áhorfandi og vil ekkert ræða leikinn. Þetta var bara kurteisisheimsókn og virðing því við vorum á staðnum, að sjá hans fyrsta landsleik," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Með í för voru Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari og þeir Þorgrímur Þráinsson og Gunnar Gylfason starfsmenn landsliðsins.

Heimir segir að Lagerback hafi verið ánægður með að hitta sig.

„Jú, jú. Og okkur alla. Þorgrímur varð reyndar að hvíla sig. Hann er orðinn svo gamall og var þreyttur eftir ferðalagið að hann sat uppi í stúku," sagði Heimur á léttu nótunum.

Sjá einnig:
Titringur í Noregi eftir hörmulega frammistöðu - Lagerback segist bera ábyrgðina

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner