Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 27. mars 2017 23:00
Stefnir Stefánsson
Henry: Á enn margt eftir ólært
Thierry Henry
Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal og aðstoðarþjálfari Belgíska landsliðsins telur að hann eigi enn margt ólært sem þjálfari til að hann geti tekið við Arsenal.

Framtíð Arsene Wenger hjá Arsenal hefur hangið í lausu lofti í nokkrar vikur en margir vilja sjá hann yfirgefa félagið þegar að samningur hans við félagið rennur út að þessu tímabili loknu.

Hann hefur stýrt Arsenal í 21 ár en hann sagði að hann myndi greina frá framtíð sinni á næstu misserum.

Henry sem er markahæsti leikmaður í sögu Arsenal sagði í viðtali við Oliver Dacourt í gær að hann sé mögulega ekki tilbúinn í að taka við Arsenal ef að Arsene Wenger kjósi að yfirgefa félagið.

„Þetta er ekki undir mér komið, það eru enþá hlutir sem eru í óvissu og þangað til verðum við að virða það, félagsins vegna." sagði Henry og vitnaði í það að Arsene Wenger væri enn í starfi hjá Arsenal.

„Ég hef áður sagt að ég vilji einn daginn þjálfa Arsenal, þar sem að félagið á ennþá stóran stað í hjarta mínu." sagði Henry þegar hann var spurður út í álit sitt á því að hann sé orðaður við stjórastöðu félagsins.

„Ég heyri orðróma rétt eins og þið. En ég á erfitt með að tjá mig um þá vegna þess að ég ber gríðarlega mikla virðingu fyrir Arsene Wenger og félaginu öllu"

„Er ég tilbúinn? eða er ég það ekki? Við vitum það ekki og við munum ekki enn, en ég á enn margt ólært" sagði Henry að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner