Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. mars 2017 22:00
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
Leikurinn á keppnisvelli fyrir EM 2020
Icelandair
Ísland á æfingu á keppnisvellinum í dag.
Ísland á æfingu á keppnisvellinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vináttulandsleikur Írlands og Íslands annað kvöld fer fram á Aviva leikvanginum í Dublin. Fótbolti.net fylgdist með æfingu landsliðsins á þessum glæsilega velli.

Leikvangurinn er sjö ára gamall en hann er í fjórða flokki hjá UEFA yfir leikvanga en það er hæsti flokkurinn. Vellir í þeim flokki eru löglegir fyrir úrslitaleiki í Evrópukeppnum og sem leikvangar á stórmótum.

Ísland gæti spilað á þessum velli eftir þrjú ár en hann er einn af völlunum sem mun hýsa leiki í úrslitakeppni Evrópumótsins 2020. Það mót verður haldið um alla Evrópu en á vellinum verða þrír leikir í riðlakeppni og einn í 16-liða úrslitum.

Leikvangurinn tekur um 51 þúsund áhorfendur og þar fara fram landsleikir Íra í fótbolta og ruðningi.

Leikurinn annað kvöld verður 18:45 að íslenskum tíma, 19:45 að staðartíma.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner