Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2017 21:00
Stefnir Stefánsson
Manchester City sektað vegna hegðun leikmanna
Silva og Clichy þóttu ekki sýna nógu góða hegðun
Silva og Clichy þóttu ekki sýna nógu góða hegðun
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Manchester City fyrir hegðun leikmanna þeirra í 1-1 jafntefli liðsins gegn Liverpool.

Manchester City gekkst við því að hafa mistekist að halda aftur af slæmri hegðun leikmanna sinna í kjölfar þess að dómari leiksins Michael Oliver dæmdi vítaspyrnu gegn City.

Gael Clichy gerðist þá brotlegur innan teigs og voru leikmenn Manchester City allt annað en sáttir með dómara leiksins.

James Milner steig á punktinn og kom gestunum yfir en það var síðan Sergio Aguero sem að jafnaði metin fyrir City tíu mínútum síðar.

Bæði Clichy og Silva fengu að líta sitthvort gula spjaldið eftir að vítaspyrna hafði verið dæmd.

Manchester City verður nú gert að greiða 35 þúsund pund í sekt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner