Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2017 06:00
Kristófer Kristjánsson
„Mbappe mun enda hjá Real Madrid eða Barcelona"
Kylian Mbappe er sjóðandi heitur þessa daganna
Kylian Mbappe er sjóðandi heitur þessa daganna
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe er ítrekað orðaður við helstu stórlið Evrópu þessa daganna en þessi 18 ára framherji Monaco hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið og skoraði hann meðal annars eitt af mörkunum sem sendu Pep Guardiola og félaga í Man City heim í Meistaradeild Evrópu um daginn.

Fregnir herma að Monaco hafi hafnað risa tilboði frá Manchester United á dögunum og samkvæmt liðsfélaga Mbappe mun Jose Mourinho ekki krækja í þetta franska ungstirni.

„Við vitum að á endanum mun Mbappe enda hjá liði eins og Real Madrid eða Barcelona," sagði Fabinho, liðsfélagi Mbappe hjá Monaco, en hann var á sínum tíma á mála hjá Real Madrid.

„En svo lengi sem hann er með okkur ætlum við að njóta góðs af því, hann er ótrúlegur leikmaður.

Kylian Mbappe hefur skorað 19 mörk í 32 leikjum fyrir Monaco á þessu tímabili og ljóst að hann verður mikið í blöðunum í sumar þegar félagsskiptaglugginn opnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner