Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 27. mars 2017 15:20
Magnús Már Einarsson
Met í mænudeyfingum - Níu mánuðum eftir sigurinn á Englandi
Sigrinum á Englendingum fagnað.
Sigrinum á Englendingum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Pétur, læknir á Landspítalanum, birti skemmtilega staðreynd á Twitter í dag.

Þar kemur fram að metfjöldi hafi verið í mænudeyfingum á fæðingarvakt um helgina.

Þar voru að koma í heiminn börn sem voru getin í kringum EM í Frakklandi í fyrra.

„Sett var met í fjölda mænudeyfinga á fæðingarvakt um helgina - níu mánuðum eftir 2-1 sigurinn á Englandi,“ sagði Ásgeir á Twitter.

Í dag eru nákvæmlega níu mánuðir frá sigrinum frækna á Englendingum en leikurinn fór fram í Nice þann 27. júní.

Sjá einnig:
EM ævintýri Íslands - Englendingum skellt í Nice



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner