Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. mars 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
O'Neill: Leikurinn við Ísland er góð prófraun
Icelandair
Martin O'Neill er landsliðsþjálfari Íra og Roy Keane er aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Martin O'Neill er landsliðsþjálfari Íra og Roy Keane er aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Mynd: Getty Images
„Íslendingar voru frábærir á EM," sagði Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, á fréttamannafundi í dag fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi í Dublin á morgun.

„Þeir unnu á föstudagskvöldið og þessi leikur verður góð prófraun fyrir okkur."

Seamus Coleman, bakvörður Everton, hefur verið fyrirliði Íra en hann fótbrotnaði á skelfilegan hátt gegn Wales á föstudag og verður ekki með á morgun.

O'Neill hefur ákveðið að Robbie Brady, leikmaður Burnley, verði með fyrirliðabandið gegn Íslandi á morgun.

Þá hefur O'Neill greint frá því að nýir leikmenn fái tækifæri til að láta ljós sitt skína í leiknum annað kvöld.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner