Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
O'Neill: Mjög lélegar tæklingar hjá Bale og Taylor
O'Neill er ekki skemmt.
O'Neill er ekki skemmt.
Mynd: Getty Images
Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, er afar ósáttur við tæklingar Gareth Bale og Neil Taylor í leiknum gegn Wales í undankeppni HM á föstudag.

Coleman tvífótbrotnaði eftir ljóta tæklingu frá Taylor en sá síðarnefndi fékk rauða spjaldið fyrir brotið. Mínútu áður hafði Bae átt ljóta tæklingu á John O'Shea.

„Ég hef séð tæklinguna á Seamus (Coleman) og ég hef séð tæklinguna á John (O'Shea). Þær eru mjög lélegar," sagði O'Neill.

Coleman fór í aðgerð um helgina og ljóst er að hann verður frá keppni í marga mánuði.

Næsti leikur írska landsliðsins er vináttuleikur gegn Íslandi annað kvöld.

Sjá einnig:
Myndband: Tímabilið búið hjá Coleman eftir skelfilega tæklingu
Aðgerð Seamus Coleman gekk vel
John O'Shea er ekki sáttur með Gareth Bale
Athugasemdir
banner
banner