mán 27. mars 2017 09:37
Magnús Már Einarsson
Óskar: Hefur alltaf fundist Viðar vera númeri of lítill fyrir landsliðið
Icelandair
Viðar Örn fer af velli í leiknum á föstudaginn.
Viðar Örn fer af velli í leiknum á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur á íþróttadeild 365, var ekki hrifinn af leik íslenska landsliðsins gegn Kosóvó á föstudaginn. Óskar rýnir í leikinn á Vísi í dag en þar gagnrýnir hann meðal annars varnarlínuna.

„Það gengur auðvitað ekki til lengdar að Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson séu ekki að spila með sínum liðum. Mér fannst þeir ekki sannfærandi í þessum leik. Það hafði þau áhrif að Birkir og Ari voru ekki heldur góðir og vörnin var í basli,“ segir Óskar Hrafn á Vísi.

Viðar Örn Kjartansson fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði í mótsleik með landsliðinu en Óskari fannst Selfyssingurinn ekki nýta það.

„Mér hefur alltaf fundist Viðar Örn Kjartansson vera einu númeri of lítill fyrir landsliðið. Er hann kemur í landsliðið fær hann ekkert fyrir að vera markahæstur í Noregi, Svíþjóð eða Ísrael. Mér fannst hann ekkert sýna í þessum leik og Björn Bergmann var töluvert öflugri."

„Ég upplifi Viðar eins og ég upplifði Alfreð Finnbogason í Króatíu-leikjunum í umspilinu fyrir HM í Brasilíu. Á erfitt með að halda bolta, er einu númeri of lítill í návígjum við öfluga varnarmenn. Það má velta fyrir sér hversu öflugir varnarmenn Kósóvó eru en þeir unnu nánast öll návígi. Svo hentar Viðari ekki vel að vera í liði sem ætlar að spyrna langt fram og vinna annan bolta. Hans styrkur liggur í jörðinni og hann er gammur í teignum,“
segir Óskar Hrafn á Vísi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner