Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2017 07:00
Kristófer Kristjánsson
Ryan Giggs: Spilamennska Rashford er of einsleit
Marcus Rashford þarf að hafa fleiri brögð í pokahorninu samkvæmt Ryan Giggs
Marcus Rashford þarf að hafa fleiri brögð í pokahorninu samkvæmt Ryan Giggs
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Ryan Giggs segir að Marcus Rashford, sóknarmaður félagsins, sé á tíðum of einsleitur í sóknarleik sínum bæði hjá Man Utd og enska landsliðinu.

Hinn 19 ára Rashford kom inn í enska boltann sem stormsveipur fyrir rúmu ári síðan og hefur hann hlotið mikið lof fyrir hraða sinn og markanef, Giggs vill hinsvegar sjá Englendinginn unga bæta meiru við leikinn sinn.

„Hann er góður leikmaður og mikið efni en það eina sem ég myndi gagnrýna við hann í agunablikinu er, þar sem hann er ekki að skora þessa daganna, að hann þarf að breyta til í sinni spilamennsku af og til," sagði Giggs við ITV eftir landsleik Englands og Litháen í gær.

„Fleiri stuttar sendingar og snöggt spil er það sem hann þarf að gera. Þegar hann fær boltann tekur hann á rás og tekur menn á og hann er mjög góður í því, en það virkar ekki í hvert einasta skipti. Stundum viltu að varnarmaðurinn viti ekki hvað þú ætlar að gera."
Athugasemdir
banner