Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2017 21:30
Stefnir Stefánsson
Southgate: Ekkert er öruggt enn þá
Gareth Southgate hefur farið vel af stað með Enska landsliðið
Gareth Southgate hefur farið vel af stað með Enska landsliðið
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga segir ekki hægt að bóka það að liðið fari alla leið á heimsmeistaramótið þó svo að útlitið sé vissulega bjart.

Enska liðið hefur komið sér nokkuð þægilega fyrir á toppi F-riðilsins í undankeppninni fyrir heimsmeistaramótið. Englendingar eru eina liðið sem hefur ekki enn fengið á sig mark nú þegar undankeppnin er hálfnuð.

Veðbankar telja ansi góðar líkur á að englendingar endi á toppi F-riðilsins en Southgate segir að það sé enn langur vegur framundan.

„Vissulega er þetta í okkar höndum núna, það er mikilvægast fyrir okkur. Því að það er alltaf vont að þurfa að treysta á aðra en það er enn þetta er alls ekki komið hjá okkur enn þá."

„Heimaleikirnir okkar gegn Slóveníu og Slóvakíu eru þeir mikilvægustu framundan því að þessi lið eru í í baráttunni við okkur um að enda efstir." sagði Southgate sem talaði einning um að leikirnir við Skota og Litháa gætu orðið þrautinni þyngri.

„Við vitum nákvæmlega hvernig það er að þurfa að mæta skotum á útivelli. Svo þurfum við að spila gegn Litháum á gervigrasi og því erum við ekki vanir. Það er því nóg af krefjandi verkefnum framundan. En við verðum að einbeita okkur á að bæta okkar leik skref fyrir skref." sagði Southgate að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner