Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2017 07:30
Kristófer Kristjánsson
Verratti útilokar ekki að snúa aftur til Ítalíu
Marco Verratti gæti hugsað sér að spila aftur í heimalandinu í framtíðinni
Marco Verratti gæti hugsað sér að spila aftur í heimalandinu í framtíðinni
Mynd: Getty Images
Hinn ítalski Marco Verratti, miðjumaður Paris Saint-Germain, neitar að útiloka það að hann muni einn daginn snúa aftur til Ítalíu.

Verratti gekk til liðs við PSG frá Pescara árið 2012 og hefur verið lykilmaður í liði frönsku meistaranna.

Nýlega hefur hann ítrekað verið orðaður við ítalska risann Juventus en hinn 24 ára gamli miðjumaður ætlar ekki að yfirgefa PSG strax, en kannski einn daginn.

„Liðsfélagar mínir hafa alltaf verið mér nánir og mér líður eins og heima hjá mér í París," sagði Verratti við Rai Sports.

„Serie A er frábær deild og ef ég ákveð einn daginn að flytja frá París þá mun ég íhuga mína stöðu. Juventus er eitt af fjórum bestu liðum heims og á bara eftir að styrkjast. Ef ég fer frá París þá yrði ekkert vandamál að fara aftur til Ítalíu."
Athugasemdir
banner
banner
banner