Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
Gunnar elskar lífið á Íslandi - „Núna er ég að hjálpa kærustunni að keyra hérna"
Fyrsti leikur Jóns Guðna í tvö og hálft ár - Fékk mikla ást frá liðsfélögunum
Rúnar Páll fúll: Það á bara að drulla þessum helvítis bolta í burtu
Matti um höfuðlásinn frá Bödda: Þetta er svolítið gert fyrir vestan
Dóri Árna: Gengum á lagið og kláruðum þetta fagmannlega
Heimir Guðjóns: Það voru forsendur í dag til að vinna Víking
Sölvi stoltur af flottu svari - „Ég hef ekki enn heyrt í Arnari"
Höskuldur: Í heildina bara fagmannleg frammistaða
Arnþór Ari: Þetta kemur okkur ekki á óvart
Ómar Ingi: Ég tileinka mæðrum drengjanna sigurinn
Gregg Ryder: Hvergi meiri pressa en í KR
Þjálfarinn braut Þorra niður: Finnst ekki miklar líkur á að ég fari aftur út til Lyngby
Hólmar Örn um markið: Ekki alveg viss af hverjum hann fór inn
Haukur Páll: Eykur möguleikana að sækja þrjú stig ef þú skorar þrjú mörk
Haddi um sögurnar af Viðari: Það er bara mjög ljótt að ljúga upp á fólk
Vill að menn líti í spegil - „Línan var eins og hjartalínurit”
Kominn með 6 mörk í 6 leikjum - „Get ekki kvartað“
Ætlaði að halda liðsfund en var stoppaður - „Frábærlega gert hjá þeim“
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
   þri 27. mars 2018 09:30
Hafliði Breiðfjörð
New York
Ari: Fékk eina góða Bratwurst þegar Birkir var að ibba sig
Icelandair
Ari í leiknum um helgina.
Ari í leiknum um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gáfum ekki mörg færi á okkur á móti Mexíkó, sérstaklega vorum við solid í fyrri hálfleik," sagði Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður Íslands á æfingu liðsins í New Jersey í gær en liðið tapaði 3-0 gegn Mexíkó um helgina.

„Við vorum taktískt mjög góðir og leiðinlegt að hafa ekki skorað fyrst því þá hefði þetta orðið allt annar leikur. Yfir heildina sköpuðu þeir ekki mörg færi," bætti hann við en spilað var á geggjuðu grasi á Levi's vellinum fyrir framan 68 þúsund manns.

„Það var mjög gaman, það eina leiðinlega var að maður gat ekki farið neitt sóknarlega. Þeir stóðu svo hátt uppi kantmennirnir þeirra að maður vildi ekki fara of hátt," sagði Ari.

„Ég held að þetta verði mjög svipað á móti Perú, þetta er mjög gott sóknarlið og með kvika leikmenn en samt taktíkst mjög góðir. Við sáum þá smá í gær á upptöku og þeir litu mjög vel út."

„Þetta verður krefjandi leikur en mjög skemmtilegur. Það er mjög kalt hérna, ég bjóst ekki við þessu en þetta verður skemmtilegt, fullur völlur og þessir stuðningsmenn eru víst mjög heitir svo það verður mjög gaman."


Að lokum rifjaði Ari upp atvik í leiknum gegn Mexíkó um helgina þegar Birki Bjarnasyni lenti saman við einn leikmann þeirra.

„Ég fékk eina góða bratwurst rétt hjá mér þegar Birkir var að ibba sig. Það fór mjög nálægt mér," sagði hann.

Viðtalið við Ara má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner