Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 27. mars 2018 09:30
Hafliði Breiðfjörð
New York
Ari: Fékk eina góða Bratwurst þegar Birkir var að ibba sig
Icelandair
Ari í leiknum um helgina.
Ari í leiknum um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gáfum ekki mörg færi á okkur á móti Mexíkó, sérstaklega vorum við solid í fyrri hálfleik," sagði Ari Freyr Skúlason landsliðsmaður Íslands á æfingu liðsins í New Jersey í gær en liðið tapaði 3-0 gegn Mexíkó um helgina.

„Við vorum taktískt mjög góðir og leiðinlegt að hafa ekki skorað fyrst því þá hefði þetta orðið allt annar leikur. Yfir heildina sköpuðu þeir ekki mörg færi," bætti hann við en spilað var á geggjuðu grasi á Levi's vellinum fyrir framan 68 þúsund manns.

„Það var mjög gaman, það eina leiðinlega var að maður gat ekki farið neitt sóknarlega. Þeir stóðu svo hátt uppi kantmennirnir þeirra að maður vildi ekki fara of hátt," sagði Ari.

„Ég held að þetta verði mjög svipað á móti Perú, þetta er mjög gott sóknarlið og með kvika leikmenn en samt taktíkst mjög góðir. Við sáum þá smá í gær á upptöku og þeir litu mjög vel út."

„Þetta verður krefjandi leikur en mjög skemmtilegur. Það er mjög kalt hérna, ég bjóst ekki við þessu en þetta verður skemmtilegt, fullur völlur og þessir stuðningsmenn eru víst mjög heitir svo það verður mjög gaman."


Að lokum rifjaði Ari upp atvik í leiknum gegn Mexíkó um helgina þegar Birki Bjarnasyni lenti saman við einn leikmann þeirra.

„Ég fékk eina góða bratwurst rétt hjá mér þegar Birkir var að ibba sig. Það fór mjög nálægt mér," sagði hann.

Viðtalið við Ara má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner