Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
   lau 27. apríl 2013 18:34
Elvar Geir Magnússon
Finnur Orri: Næst á dagskrá að fara niður í Fífu að kjósa
Finnur Orri hampar bikarnum eftir leik í dag.
Finnur Orri hampar bikarnum eftir leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Blikar séu mjög bjartsýnir fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni en liðið setur stefnuna á Íslandsmeistaratitilinn. Í dag varð liðið Lengjubikarmeistari með 3-2 sigri á Val.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Valur

„Maður er ánægður með alla titla. Þetta var mjög sætt og við erum ánægðir með þetta," sagði Finnur.

„Þetta gekk mjög vel í fyrri hálfleik en það komu ekki eins góðir kaflar í seinni hálfleik. En við héldum þetta út. Við spiluðum nógu vel en hefðum getað gert betur. Við unnum leikinn og það skiptir máli."

Hann segir að mikil spenna sé fyrir komandi tímabil.

„Við erum mjög bjartsýnir og mikil tilhlökkun. Hópurinn er breiður og góður. Við fengum leikmenn í þær stöður sem vantaði og við erum mjög sáttir með hópinn í dag."

Finnur var ekki búinn að kjósa þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Það er næst á dagskrá, að fara niður í Fífu að kjósa," sagði Finnur en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner