banner
   lau 27. apríl 2013 17:42
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn: Deildabikarinn til Blika í fyrsta sinn
Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2013.
Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 2 Valur
1-0 Nesta Matarr Jobe ('9, sjálfsmark)
2-0 Árni Vilhjálmsson ('11)
2-1 Kolbeinn Kárason ('18)
3-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('32)
3-2 Iain Williamson ('72)

Breiðablik vann Val í dag í úrslitaleik Lengjubikarsins en leikið var á hlutlausum velli, Samsung vellinum í Garðabæ. Þetta er í fyrsta sinn sem Blikar hampa þessum titli.

Magnús Már Lúðvíksson og Kristinn Freyr Sigurðsson tóku út leikbann hjá Val og Bjarni Ólafur Eiríksson var einnig fjarri góðu gamni.

Blikar voru frábærir í fyrri hálfleiknum og voru snemma leiks komnir tveimur mörkum yfir. Fyrst kom sjálfsmark en svo skoraði Árni Vilhjálmsson laglegt mark.

Kolbeinn Kárason minnkaði muninn úr hnitmiðuðu skoti í bláhornið en Breiðablik sem lék með vindi í fyrri hálfleik bætti aftur við marki, að þessu sinni Elfar Árni Aðalsteinsson en heppnisstimpill var yfir því.

Staðan 3-1 fyrir Breiðablik í hálfleik. Valsmenn fengu tvö góð færi áður en þeir minnkuðu muninn í 3-2, Iain Williamson skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá hægri. Lengra komust Valsmenn ekki og Blikar hrósuðu sigri.

Smelltu hér til að lesa textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner