Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. apríl 2015 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Við gefumst ekki upp
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að liðið sé ekki hætt í baráttu sinni um titilinn.

Madrídingar unnu baráttusigur á Celta Vigo í gær, 4-2, en Chicharito gerði tvö mörk á meðan James Rodriguez og Toni Kroos gerðu hin tvö.

Real Madrid er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Barcelona þegar fimm leikir eru eftir og Ancelott isegir að liðð ætli sér ekki að hætta í baráttunni um titilinn.

„Markmið okkar eru skýr. Ef við vinnum alla leiki þá neyðum við Barcelona um leið að vinna alla sína leiki. Við getum ekki hugsað um önnur lið, heldur verðum við að einbeita okkur að okkar leik," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner
banner