Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 27. apríl 2015 10:49
Magnús Már Einarsson
Bayern meistari - Guardiola vinnur titil á 18 leikja fresti
Veit hvað hann er að gera.
Veit hvað hann er að gera.
Mynd: Getty Images
FC Bayern varð þýskur meistari í 25. skipti í gær en þetta varð ljóst eftir að Wolfsburg tapaði 1-0 gegn Gladbach.

Bayern hefur verið með mikla yfirburði í Bundesligunni í vetur og liðið er nú meistari þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir af deildinni.

Pep Guardiola stýrði Bayern annað árið í röð til sigurs í Þýskalandi en hann hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari í Þýskalandi sem og á Spáni með Barcelona.

Guardiola hefur stýrt Barcelona í 247 leikjum og Bayern í 101 leik á þjálfaraferli sínum.

Í þessum 348 leikjum hefur hann náð í 19 titla sem þýðir að hann nær í titil á 18 leikja fresti.

Guardiola hefur náð í 19 af 27 titlum mögulegum sem þjálfari en hann getur ennþá bætt við tveimur titlum til viðbótar á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner