Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. apríl 2015 20:37
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Bournemouth fer upp í úrvalsdeildina
Mynd: Getty Images
Bournemouth 3 - 0 Bolton
1-0 Marc Pugh ('39)
2-0 Matt Ritchie ('44)
3-0 Callum Wilson ('79)
Rautt spjald: Dorian Dervite, Bolton ('70)

Bournemouth er búið að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sigur á Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Bolton.

Bournemouth spilaði glæsilega í leiknum og átti Bolton aldrei séns. Eiður Smári kom inn af bekknum á 63. mínútu en gat lítið gert til að stöðva léttleikandi lið heimamanna.

Það er því staðfest að Bournemouth fer upp um deild ásamt Watford og voru stuðningsmenn liðsins kampakátir á leiknum gegn Bolton og sungu meðal annars Match of the Day þemalagið.

Eiður og félagar eru í neðri hluta deildarinnar en eru tíu stigum frá fallsæti og því aðeins einn leikur eftir af tímabilinu hjá þeim, gegn Birmingham.
Athugasemdir
banner
banner