Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
banner
   mán 27. apríl 2015 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Íslandsmeistararnir meistarar meistaranna
Daníel Laxdal hampar bikarnum í leikslok.
Daníel Laxdal hampar bikarnum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 0 KR
1-0 Þórhallur Kári Knútsson ('81)

Smelltu hér til að skoða skýrslu úr leiknum

Stjarnan lagði KR í úrslitaleik Meistarakeppni KSÍ. Þórhallur Kári Knútsson gerði eina mark Íslandsmeistaranna sem lögðu bikarmeistarana og eru því meistarar meistaranna.

KR-ingar voru betri í fyrri hálfleik og komu boltanum í netið en ekkert mark dæmt vegna brots í aðdraganda þess. Stjörnumenn áttu skot í stöng en staðan var markalaus í hálfleik.

Stjörnumenn tóku við sér í síðari hálfleik og eftir að bæði lið fengu góð færi var það Þórhallur Kári Knútsson sem kom boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Heiðari Ægissyni.

KR reyndi að jafna og átti Gunnar Nielsen góða vörslu í marki Stjörnunnar frá Óskari Erni Haukssyni í uppbótartíma, en inn vildi boltinn ekki og Stjarnan er meistari meistaranna í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner