mán 27. apríl 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Myndir: Leikmenn Fylkis og Hauka með húfur í frostinu
Leikmenn spiluðu með húfu í gær.
Leikmenn spiluðu með húfu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Keppni í Pepsi-deildinni hefst á sunnudaginn þó að sumarveðrið láti á sér standa.

Liðin í Pepsi-deildinni leggja þessa dagana lokahönd á undirbúning sinn fyrir mót.

Fylkir og Haukar mættust í æfingaleik á Tungubökkum í Mosfellsbæ í gær en hitastig var við frostmark þegar leikurinn fór fram.

Leikmenn voru vel klæddir og flestir með húfu á hausnum.

„Vika í mót, æfingaleikur á Tungubökkum í 40 m/s vindi. 14 leikmenn af 22 með húfu. Kveðja TölfræðiTómas," sagði Tómas Joð Þorsteinsson leikmaður Fylkis á Twitter.

Lokatölur urðu 0-0 en hér að neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner