Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. apríl 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin
Rúnar Páll: Alltaf hrikalega skemmtilegt
Stjörnumenn áttu magnað ár 2014.
Stjörnumenn áttu magnað ár 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar gefur skipanir af hliðarlínunni.
Rúnar gefur skipanir af hliðarlínunni.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
„Ég held að öll lið séu að reyna við þennan titil, sama hvað liðið heitir. Um það snýst nú þetta mót," segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar. Garðabæjarliðinu er spáð þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.

Rúnar segir að stefnan hjá Stjörnunni sé að sjálfsögðu sett á efsta sætið.

„Þriðja sæti að ykkar mati er bara ágætis spá fyrir okkur. Þetta er bara fínt. Mér lýst rosalega vel á þessa deild. Þetta er alltaf svo hrikalega skemmtilegt og gríðarlega krefjandi. Það eru mörg mjög góð lið í þessari deild og í sjálfu sér margir sem gera tilkall til titils."

Margir komu veikir frá Spáni
Það hefur verið smá basl á leikmannahópi Stjörnunnar síðan liðið kom heim úr æfingaferð á Spáni.

„Standið hefur ekki alveg verið nægilega gott og margir sem komu veikir frá Spáni. Það hafa verið lungnabólgur og magakveisur. Það hafa verið eymsli hér og þar og staðan í þessum málum hefði alveg getað verið betri."

Stjarnan lék til að mynda æfingaleik gegn Fjölni í síðustu viku og var aðeins með þrjá varamenn.

„Við spiluðum einum færri síðustu 20 mínúturnar í þeim leik en núna höfum við rúmlega viku til að koma okkur í stand fyrir fyrsta leik," segir Rúnar en viðtalið var tekið á föstudag.

Atli Jó ekki með í fyrsta leik
Stjarnan á leik gegn ÍA næsta sunnudag í fyrstu umferð deildarinnar. Eru einhverjir sem eru tæpir fyrir þennan fyrsta leik?

„Við ættum að vera í ágætis málum. Þorri (Rúnarsson) fékk aftan í læri þarna úti en er að komast af stað. Atli Jóhannsson er meiddur á mjöðm og hann verður ekki með. Michael Præst og Jói Laxdal eru ekki klárir og sama á við um Aron Heiðdal og Kára Pétursson," segir Rúnar.

Í fyrsta sinn sem við spilum svona leik
í kvöld klukkan 19:15 leikur Stjarnan við KR í árlegum leik milli Íslandsmeistara og bikarmeistara. Leikurinn verður í Kórnum í Kópavogi en við spurðum Rúnar að því hvernig hann liti á það verkefni?

„Þetta er mjög skemmtilegur leikur og í fyrsta sinn sem við spilum svona leik. Þetta verður hörkuleikur við gott lið KR-inga. Við reynum að vera eins vel mannaðir og spila eins góðan leik og hægt er. Okkur hlakkar mikið til," segir Rúnar sem býst við skemmtilegu sumri framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner