Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
banner
   mán 27. apríl 2015 13:30
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Haukur Páll: Vonandi heldur Patrick áfram að skora
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals.
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonir mínar eru þær að byrja mótið af krafti og gera heimavöllinn okkar sterkan. Það hefur vantað undanfarin ár hjá Val. Það er góð byrjun. Þó það sé draumur allra að lyfta bikurum verðum við að líta raunsætt á þetta," segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals.

„Ef við byrjum sumarið vel getur það gert ýmislegt og fengið sjálfstraust í mannskapinn."

Haukur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og var meðal annars spurður út í Patrick Pedersen sem á að skora mörkin fyrir Val.

„Við bindum vonir við Patrick. Hann er búinn að skora fullt af mörkum fyrir okkur en var óheppinn með meiðsli síðasta sumar. Það var mikill missir fyrir okkur í fyrra og vonandi heldur hann áfram að skora eins og hann hefur verið að gera í vetur."

Flestir tala um Stjörnuna, FH og KR þegar rætt er um Íslandsmeistaraefni sumarsins.

„Þessi þrjú lið eru með stærstu leikmannahópana. Þeir hafa styrkt sig vel í sumar með góðum útlendingum," segir Haukur en Valur á fyrsta leik gegn nýliðum Leiknis á sunnudag.

„Það er frábært að fá Leikni upp, félag sem er að skrifa sögu sína. Kjarninn er uppaldir Leiknismenn sem er erfitt að spila gegn. Það hefur einkennt Leiknisliðið undanfarin ár að það er erfitt að keppa gegn þeim. Þetta verður hörkuleikur."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner