Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. apríl 2015 10:20
Magnús Már Einarsson
Úrvalslið vikunnar í enska - Gylfi í liðinu
Gylfi er í liðinu eftir markið gegn Newcastle.
Gylfi er í liðinu eftir markið gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
John Terry hjálpaði Chelsea að ná í stig á Emirates.
John Terry hjálpaði Chelsea að ná í stig á Emirates.
Mynd: Getty Images
Chelsea steig stórt skref í átt að enska meistaratitlinu með markalausu jafntefli gegn Arsenal um helgina.

Chelsea spilaði öflugan varnarleik og það skilar tveimur mönnum í lið vikunnar hjá Garth Crooks á BBC.

Gylfi Þór Sigurðsson er síðan að sjálfsögðu í liðinu eftir að hafa skorað og lagt upp mark í útisigri Swansea á Newcastle.



Í markinu í úrvalsliðinu er Adrian sem varði víti í markalausa jafnteflinu gegn QPR. Liðsfélagi hans Aaron Cresswell er í vinstri bakverðinum og Hector Bellerin bakvörður Arsenal er á hinum endanum.

John Stones var frábær í sigri Everton á Manchester United og þeir John Terry og Nemanja Matic hjálpuðu Chelsea að halda hreinu gegn Arsenal á Emirates.

Gylfi Þór Sigurðsson var á skotskónum sem og Charlie Adam leikmaður Stoke. James McCarthy kom Everton einnig á bragðið gegn Manchester United.

Graziano Pelle skoraði bæði mörk Southampton gegn Tottenham og Dame N'Doye skoraði bæði mörkin fyrir Húll í sigri á Crystal Palace.

Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Athugasemdir
banner
banner