Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. apríl 2017 18:00
Elvar Geir Magnússon
Bayern kaupir Coman alfarið frá Juventus
Bayern kaupir Frakkann Kingsley Coman.
Bayern kaupir Frakkann Kingsley Coman.
Mynd: Getty Images
Bayern München mun nýta sér klásúlu til að kaupa Kingsley Coman alfarið frá Juventus í sumar. Þessi tvítugi franski vængmaður kom til Bæjara á tveggja ára lánssamningi 2015.

Gert var samkomulag um að Bayern gæti kaupt leikmanninn alfarið fyrir 21 milljón evra.

Coman hefur skorað átta mörk í 58 leikjum fyrir Bayern.

„Kingsley Coman er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu á liði okkar svo við ákváðum að nýta okkur þennan möguleika. Hann er leikmaður sem á bjarta framtíð og ég er viss um að hann muni hjálpa okkur á komandi árum," segir Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner