fim 27. apríl 2017 14:45
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Azazo - Tveir tímar til stefnu!
Mynd: Draumaliðsdeild Azazo
Breiðablik og FH mætast í fyrstu umferðinni í kvöld.
Breiðablik og FH mætast í fyrstu umferðinni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Annað árið í röð standa Fótbolti.net og AZAZO fyrir Draumaliðsleik í Pepsi-deild kvenna. Hægt er að skrá sig til klukkan 16:45 í dag, fimmtudag, en þá fer fyrsta umferðin fram.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

1. umferð:
17:45 Þór/KA-Valur (Boginn)
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
19:15 Haukar-Stjarnan (Ásvellir)
19:15 Fylkir-Grindavík (Floridana völlurinn)
18:00 ÍBV-KR (Hásteinsvöllur) - Á morgun

Leikurinn í stuttu máli
Þú færð 100 milljónir króna til að kaupa 15 leikmenn úr Pepsi-deildinni. Leikmennirnir fá síðan stig fyrir frammistöðu sína á vellinum en mörg atriði eru tekin inn í reikninginn í stigagjöfinni.

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

AZAZO mun í samvinnu við samstarfsaðila bjóða upp á ýmis verðlaun og má þar m.a.nefna nýjasta Samsung 8 símann í haust að lokinni keppni, og er það í samvinnu við Tæknivörur.

Athugið að ekki hægt er að nota sama notendanafn og í fyrra. Fólk þarf að skrá sig upp á nýtt í ár.

Taktu þátt og sýndu snilli þína í að velja lið, þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis!

Á síðunni er einnig boðið upp á sérstakar einkadeildir þar sem hægt er að keppa við vini og félaga og bera saman árangurinn.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Um AZAZO
AZAZO er íslenskt hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna. Fyrirtækið hefur þróað upplýsinga- og verkefnastjórnunarkerfið AZAZO CoreData sem er notað af mörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. AZAZO býður einnig upp á sjálfstæðar lausninr eins og AZAZO Sign, rafrænar undirskriftir og AZAZO BoardMeeting, sérstaka vefgátt fyrir starfsemi stjórna fyrirtækja auk annara sértækra lausna. Ráðgjafasvið AZAZO aðstoðar við hugbúnaðarinnleiðingu og veitir ráðgjöf við hagræðingu og skilvirkni í rekstri. Vörslusetur fyrirtækisins sérhæfir sig í meðhöndlun og varðveislu gagna í sérhæfðu 4500 m2 húsnæði á Ásbrú í Reykjanesbæ.

Hjá AZAZO starfa um 50 manns í sex löndum. Forstjóri er Brynja Guðmundsdóttir, hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner