Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. apríl 2017 10:45
Elvar Geir Magnússon
Eric Bailly: Taldi mig vera að fara í Man City
Eric Bailly er lykilmaður í vörn United.
Eric Bailly er lykilmaður í vörn United.
Mynd: Getty Images
Eric Bailly hefur stimplað sig frábærlega inn í lið Manchester United á þessu tímabili en í viðtali við Mirror segist hann hafa verið á leið til Manchester City í fyrra þegar Jose Mourinho hringdi.

„Ég var á Fílabeinsströndinni þegar ég fékk símtal úr portúgölsku númeri. Hann kynnti sig en ég trúði því ekki að þetta væri hann í fyrstu. City var búið að vera að fylgjast með mér og ég taldi að ég væri á leið þangað," segir Bailly.

„En þá breyttist allt. Mér fannst Mourinho vera sá sem virkilega vildi fá mig. Hann sýndi meiri áhuga, hann hringdi í mig og þess vegna er ég hjá Man United."

„Man City hafði samband við umboðsmann minn, Barcelona talaði líka við umboðsmanninn minn en enginn sýndi meiri áhuga en Mourinho. Hann sótti mig yfir. Auðvitað er félagið mikilvægt þegar þú skrifar undir en stjórinn er mjög mikilvægur. Ef leikmaður finnur að stjórinn vill þig þá gefur það þér aukinn kraft."

Manchester United heimsækir Manchester City í kvöld í spennandi leik í ensku úrvalsdeildinni en liðin eru í 5. og 4. sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner