banner
   fim 27. apríl 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Flestir vellir landsins líta talsvert betur út en undanfarin ár
Mynd af Kópavogsvelli í gær.
Mynd af Kópavogsvelli í gær.
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Grasvellir á Íslandi virðast almennt koma talsvert betur undan vetri heldur en í fyrra. Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í kvöld og á sunnudag byrjar boltinn að rúlla í Pepsi-deild karla.

Breiðablik mætir FH á Kópavogsvelli í Pepsi-deild kvenna í kvöld og á mánudaginn mætast Breiðablik og KA á sama velli í Pepsi-deild karla.

Snjór kom á Kópavogsvöll í hádeginu í dag en hann var horfin klukkutíma síðar. Magnús Valur Böðvarsson, vallarstjóri í Kópavogi, segir að völlurinn líti vel út fyrir sumarið.

„Völlurinn kemur vel undan vetri. Kaldur apríl mánuður hefur samt lítið hjálpað til en við erum með góða dúka sem gerðu mikið og völlurinn er í góðu standi miðað við árstíma, talsvert betri en undanfarin ár," sagði Magnús við Fótbolta.net.

„Ég hef kíkt á nokkra velli og flestir líta út talsvert betur á þessum tíma en undanfarin ár þó það sé misjafnt eftir staðsetningu. Þægilegur vetur hefur hjálpað mikið til en svo er bara misjafnt hversu duglegir menn hafa verið að vinna við vellina. En almennt eru þeir betri en á síðustu árum."



Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af Skallagrímsvelli í Borgarnesi en hann var sleginn 22. apríl síðastliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner