fim 27. apríl 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Guardiola: Carrick einn sá besti sem ég hef séð
Guardiola hefur miklar mætur á Carrick
Guardiola hefur miklar mætur á Carrick
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City segir að Michael Carrick sé einn besti miðjumaður sem hann hefur séð.

Carrick gekk til liðs við Manchester United árið 2006 frá Tottenham og hefur leikið 31 leik á tímabilinu. Carrick er næst leikjahæsti leikmaðurinn í leikmannahóp Manchester United, á eftir Wayne Rooney með yfir 400 leiki.

Guardiola segir að Carrick sé svipað góður og Xabi Alonso og Sergio Busquets og segir að enskur fótbolti sé í öruggum höndum með leikmenn eins og Carrick og Marcus Rashford.

„Hann er einn besti djúpi miðjumaður sem ég séð á ævi minni. Ég er mikill aðdáandi Carrico. Marcus Rashford er mjög efnilegur leikmaður. England hefur frábæra leikmenn sem geta gert góða hluti með landsliðinu," sagði Guardiola.

Leikur Manchester City og Manchester United var að hefjast rétt í þessu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner