Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. apríl 2017 06:00
Elvar Geir Magnússon
Hallur ráðinn aðstoðarþjálfari Þróttar
Hallur er nýr aðstoðarmaður Gregg Ryder.
Hallur er nýr aðstoðarmaður Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur hefur ráðið Hall Hallsson sem aðstoðarþjálfara. Þróttarar leika í Inkasso-deildinni í sumar eftir að hafa fallið úr Pepsi-deildinni í fyrra.

Þetta kemur fram á Instagram-síðu Þróttara en fyrsti leikur liðsins á Íslandsmótinu þetta árið verður gegn Haukum 6. maí.

Hallur er goðsögn meðal stuðningsmanna Þróttar en hann lék á ferli sínum sem leikmaður 471 leik með meistaraflokki Þróttar en ákvað í lok síðasta keppnistímabils að leggja skóna á hilluna eftir farsælan og langan feril.

„Hallur er með KSÍ B gráðu sem þjálfari og það er mikið ánægjuefni fyrir Þróttara og alla knattspyrnuáhugamenn að Hallur hafi verið tilbúinn til þess að aðstoða í baráttunni sem framundan er í deildinni. Við bjóðum Hall velkominn til áframhaldandi starfa innan félagsins," segir á Instagram-síðu Þróttar.
Athugasemdir
banner
banner
banner