Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 27. apríl 2017 22:37
Mist Rúnarsdóttir
Jasmín Erla: Verð on fire eftir nokkra leiki
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta var bara geggjað. Tæpt á köflum en við kláruðum þetta,“ sagði Jasmín Erla Ingadóttir markaskorari Fylkis eftir 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Fylkisliðinu hefur verið spáð falli úr deildinni en Jasmín segir að liðið ætli sér að sanna sig í sumar.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  0 Grindavík

„Við ætlum bara að byggja Fylkisliðið upp og vera með það öflugt eftir nokkur ár með ungum og efnilegum stelpum sem eiga eftir að fá reynslu í sumar“.

„Við mættum og ætluðum okkur sigur og löbbuðum útaf með þrjú stig. Við ætluðum að vera ákveðnar. Ekki gefa þeim neinn tíma með boltann og vera nálægt þeim. Þær eru náttúrulega með góða leikmenn og við þurftum bara að vera þéttar.“

„Við erum náttúrulega nýbúnar að keppa á móti þeim í Lengjubikarnum þannig að við vissum smá um þær en svo reynum við bara að einblína á okkur og okkar kosti.“


Leikurinn var mikilvægur fyrir Jasmín en hún missti úr allt síðasta tímabil vegna meiðsla og var því að snúa aftur í Pepsi-deildina eftir langa fjarveru.

„Þetta er ógeðslega góð tilfinning. Það er ekkert betra,“ sagði hún um endurkomuna og segist þurfa nokkra leiki til að koma sér í toppform.

„Það fer að koma. Bara nokkrir leikir í viðbót og ég verð on fire.“

Ofan á það að snúa aftur í sigurleik náði Jasmín að skora sigurmarkið og það var tilfinningaþrungin stund fyrir hana.

„Það er bara bónus maður. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég var bara að fara að grenja. Ég var svo ánægð. Það var svo óraunverulegt,“ sagði þessi öflugi leikmaður en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner