Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 27. apríl 2017 18:30
Elvar Geir Magnússon
Jói Harðar ráðinn í unglingaþjálfun hjá Start
Jóhannes Harðarson.
Jóhannes Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Harðarson hefur verið ráðinn til starfa hjá norska B-deildarfélaginu Start en þar mun hann starfa við þjálfun hjá unglingaliðum félagsins.

Jóhannes þekkir vel til hjá Start en hann spilaði með félaginu 2003-2008. Eftir að skórnir fóru á hilluna fór hann út í þjálfun.

Hann tók við ÍBV fyrir sumarið 2015 en lét af störfum um mitt sumar af persónulegum ástæðum.

Í viðtali á heimasíðu Start segist Jóhannes mjög ánægður með að fá tækifæri á að starfa aftur fyrir félagið og að starfið henti sér mjög vel.

Bard Borgersen, yfirmaður unglingastarfs Start, segist hæstánægður með að fá Jóhannes aftur til félagsins en þeir tveir léku saman hjá Start á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner