Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 27. apríl 2017 22:21
Þórir Karlsson
Kjartan Stefáns: Hún er nú ekki vön að bregða fyrir sig hendinni
Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka var nokkuð sáttur eftir tapið.
Kjartan Stefánsson þjálfari Hauka var nokkuð sáttur eftir tapið.
Mynd: Haukar
Nýliðar Hauka tóku í kvöld á móti Íslandsmeisturum Stjörnunar á heimavelli sínum að Ásvöllum. Leiknum lyktaði með 1-5 sigri Íslandsmeistarana, en hver voru fyrstu viðbrögð Kjartans Stefánssonar þjálfara Hauka eftir leikinn?

“Þetta var bara hörkuleikur, við lendum náttúrulega í því að missa mann útaf og fengum á okkur þarna, að ég vil meina tvö klaufaleg mörk eiginlega alltof snemma og það tók okkur soldið úr jafnvægi og skipulagið ruglaðist allt einhvern vegi, en við vorum nú samt að ná að halda bolta ágætlega.”

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  5 Stjarnan

Eins og Kjartan tók fram misstu Haukastúlkur mann af velli, en var það réttur dómur af hans mati?

“Já ég held að þetta hafi alveg verið rétt, hún er nú ekki vön að bregða fyrir sér hendinni. Ég sá þetta ekki, en jú hún setti hendina upp og boltinn fór í hendina og þetta var bara ósjálfráð hreyfing hjá henni.”

Þrátt fyrir að Haukastúlkur voru einum manni færri lungð af leiknum stóðu þær heldur betur í Íslandsmeisturunum lengi vel , en svo opnuðust allar flóðgáttir, hvernig stóð á því?

“Við hefðum getað tekið þá ákvörðun bara að sitjast aftur á völlinn og byrja að verja markið okkar, ég vildi fá ákveðið út úr leiknum. Við vorum klárlega að spila við eitt besta liðið á landinu og við ætluðum bara að þora, við erum komin í þessa deild til að reyna að þora og það var svona ákveðið markmið í dag. Ég held að það hafi ekki breytt neinu að tapa þessu 3-1 eða 5-1 aðal atriðið var að þær vildu hafa boltann og vera með boltann og taka svoldið þátt í leiknum, en jú ég sá allar þessar hættur, þær voru að stinga sér hægri, vinstri þarna í gegn, við leyfðum ákveðin hlaup og við leyfðum þeim að fara upp kanntana og reyndum að þétta pakkann. Já við hefðum getað gert þetta öðruvísi, en markmiðið var að koma út úr þessum leik með það í huga að vera með boltann.”

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner