Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. apríl 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lucas: Gerrard er fullkominn í starfið
Gerrard tók við U18 ára liði Liverpool í dag
Gerrard tók við U18 ára liði Liverpool í dag
Mynd: Getty Images
Miðjumaður Liverpool, Lucas Leiva er fullviss um að fyrrum liðsfélagi sinn, Steven Gerrard muni njóta velgengni í sína nýja starfi. Gerrard tók við U18 ára liði Liverpool í dag.

Gerrard er einhver mesta goðsögn í sögu Liverpool en hann lagði skónna á hillunna í fyrra og hefur verið viðloðinn Liverpool akademíuna síðan þá. Gerrard mun taka við U18 ára liði Liverpool fyrir næsta tímabil.

„Ég hef verið í kringum akademíuna undanfarið og hann er mjög spenntur. Ég held að þetta sé besti staðurinn fyrir hann þessa stundina, einhversstaðar þar sem hann getur lært heilmikið," sagði Lucas.

„Ég er 100% viss um að hann muni vera sigursæll og eiga góðar minningar, því hann er maður sem vinnur mjög mikið. Hann er fyrirmynd. Hann var fyrirmynd mín í langan tíma og án efa allra leikmanna sem hann mun þjálfa núna."

„Hann er líklega besti maðurinn til þess að sýna þér hvernig á að vera sigursæll."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner