banner
   fim 27. apríl 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Mamadou Sakho mögulega alvarlega meiddur
Sakho borinn af velli í gær.
Sakho borinn af velli í gær.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, óttast að Mamadou Sakho hafi meiðst illa í leik liðsins gegn Tottenham í gær.

Sakho lenti illa eftir baráttu við Harry Kane í síðari hálfleiknum. Frakkinn var í kjölfarið borinn af velli.

Sakho á eftir að fá í frekari rannsóknir til að sjá hversu alvarleg meiðslin eru.

Meiðslin eru á hné en möguleiki er á að um slitið krossband sé að ræða. Ef svo er þá verður Sakho ekki meira með á þessu ári.

Sakho kom til Crystal Palace á láni frá Liverpool í janúar. Sakho á enga framtíð hjá Liverpool en meiðslin setja strik í áætlanir félagsins um að selja leikmanninn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner