fim 27. apríl 2017 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Messi aðeins einu sinni beðið um treyju andstæðings
Treyja Zidane er eina treyjan sem Messi hefur beðið um
Treyja Zidane er eina treyjan sem Messi hefur beðið um
Mynd: Getty Images
Eftir fótboltaleiki biðja leikmenn oft liðsmenn andstæðinganna um að skipta um treyju við sig.

Einn besti fótboltamaður sögunnar, Lionel Messi hefur aðeins einu sinni beðið um treyju andstæðings síns á ferlinum, og það sem meira er, þá var það goðsögn Real Madrid.

Eina skipti Messi kom árið 2005 en Messi lék sinn fyrsta leik árið áður.

„Ég við ekki um treyjur. Ef það er Argentínumaður, þá skipti ég við hann. Ef ekki og einhver biður mig um treyjuna mína, þá skipti ég við hann. Ef ekki, þá leita ég ekki eftir því og spyr ekki neinn." sagði Messi.

„Ég spurði reyndar einu sinni. Ég spurði Zinedine Zidane."

Zidane er goðsögn hjá Real Madrid, erkifjendum Barcelona og þjálfar hann Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner