Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. apríl 2017 07:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nuri Sahin framlengir við Dortmund til 2019
Sahin verður áfram hjá Dortmund.
Sahin verður áfram hjá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Nuri Sahin hefur skrifað undir nýjan samning við Borussia Dortmund og verður hjá félaginu til 2019.

Þessi 28 ára gamli leikmaður, sem er þessa stundina frá vegna ökklameiðsla, hóf feril sinn hjá Dortmund áður en hann gekk til liðs við Real Madrid árið 2011. Þar fann hann sig ekki.

Hann var lánaður til Liverpool og sneri aftur til Dortmun árið 2013, fyrst á láni og síðan var hann keyptur.

„Allir vita hversu ánægður ég er hjá Dortmund - í borginni, á þessum velli, með okkar ótrúlegu stuðninsmönnum. BVB er félagið í hjarta mínu," sagði Sahin við undirskrift.

Sahin hefur leikið yfir 200 leiki fyrir Dortmund, sem er í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner