Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   fim 27. apríl 2017 21:48
Hafliði Breiðfjörð
Rakel: Ég fór bara að hlæja
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum lengi að ná inn marki og þetta var vinnusigur hjá okkur, þetta var ekki fallegt," sagði Rakel Hönnudóttir fyrirliði Breiðabliks eftir 1-0 sigur á FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FH

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -0 FH

„Við vorum að spila úr okkur stressið, en eftir að við náðum markinu var ekki mikið um spil hjá okkur. Við héldum boltanum illa og hefðum átt að gera það betur. Við hefðum getað sett allavega eitt mark í viðbót en markmaðurinn þeirra varði tvisvar mjög vel. Ég er samt ánægð með sigurinn."

Þetta var fyrsti grasleikur Breiðabliks á árinu en Rakel segir að liðið hafi æft á grasi að undanförnu.

„Það eru alltaf smá viðbrigði að koma á gras en við erum búnar að æfa á grasi í 3-4 daga svo þetta var allt í lagi," sagði Rakel.

Í dag varð völlurinn alveg hvítur eftir snjókomu en snjórinn varð þó fljótur að hverfa og völlurinn leit vel út í upphafi leiks.

„Ég fór bara að hlæja. Ég bjóst við að leikurinn yrði færður eitthvað en svo kom sól. Maður veit aldrei hvað gerist á Íslandi. Völlurinn var mjög góður."

Rakel spilaði síðustu 20 mínúturnar sem miðvörður eftir að Ingibjörg Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég spila bara þar sem ég er beðin um að spila. Ég hef ekki spilað í miðverði áður fyrir utan tvær mínútur í einum leik. Þetta fer í reynslubankann og það var gaman að prufa."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner