De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 27. apríl 2017 21:48
Hafliði Breiðfjörð
Rakel: Ég fór bara að hlæja
Kvenaboltinn
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum lengi að ná inn marki og þetta var vinnusigur hjá okkur, þetta var ekki fallegt," sagði Rakel Hönnudóttir fyrirliði Breiðabliks eftir 1-0 sigur á FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FH

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -0 FH

„Við vorum að spila úr okkur stressið, en eftir að við náðum markinu var ekki mikið um spil hjá okkur. Við héldum boltanum illa og hefðum átt að gera það betur. Við hefðum getað sett allavega eitt mark í viðbót en markmaðurinn þeirra varði tvisvar mjög vel. Ég er samt ánægð með sigurinn."

Þetta var fyrsti grasleikur Breiðabliks á árinu en Rakel segir að liðið hafi æft á grasi að undanförnu.

„Það eru alltaf smá viðbrigði að koma á gras en við erum búnar að æfa á grasi í 3-4 daga svo þetta var allt í lagi," sagði Rakel.

Í dag varð völlurinn alveg hvítur eftir snjókomu en snjórinn varð þó fljótur að hverfa og völlurinn leit vel út í upphafi leiks.

„Ég fór bara að hlæja. Ég bjóst við að leikurinn yrði færður eitthvað en svo kom sól. Maður veit aldrei hvað gerist á Íslandi. Völlurinn var mjög góður."

Rakel spilaði síðustu 20 mínúturnar sem miðvörður eftir að Ingibjörg Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég spila bara þar sem ég er beðin um að spila. Ég hef ekki spilað í miðverði áður fyrir utan tvær mínútur í einum leik. Þetta fer í reynslubankann og það var gaman að prufa."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner