Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fim 27. apríl 2017 21:48
Hafliði Breiðfjörð
Rakel: Ég fór bara að hlæja
Kvenaboltinn
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum lengi að ná inn marki og þetta var vinnusigur hjá okkur, þetta var ekki fallegt," sagði Rakel Hönnudóttir fyrirliði Breiðabliks eftir 1-0 sigur á FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FH

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -0 FH

„Við vorum að spila úr okkur stressið, en eftir að við náðum markinu var ekki mikið um spil hjá okkur. Við héldum boltanum illa og hefðum átt að gera það betur. Við hefðum getað sett allavega eitt mark í viðbót en markmaðurinn þeirra varði tvisvar mjög vel. Ég er samt ánægð með sigurinn."

Þetta var fyrsti grasleikur Breiðabliks á árinu en Rakel segir að liðið hafi æft á grasi að undanförnu.

„Það eru alltaf smá viðbrigði að koma á gras en við erum búnar að æfa á grasi í 3-4 daga svo þetta var allt í lagi," sagði Rakel.

Í dag varð völlurinn alveg hvítur eftir snjókomu en snjórinn varð þó fljótur að hverfa og völlurinn leit vel út í upphafi leiks.

„Ég fór bara að hlæja. Ég bjóst við að leikurinn yrði færður eitthvað en svo kom sól. Maður veit aldrei hvað gerist á Íslandi. Völlurinn var mjög góður."

Rakel spilaði síðustu 20 mínúturnar sem miðvörður eftir að Ingibjörg Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég spila bara þar sem ég er beðin um að spila. Ég hef ekki spilað í miðverði áður fyrir utan tvær mínútur í einum leik. Þetta fer í reynslubankann og það var gaman að prufa."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir