Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   fim 27. apríl 2017 21:48
Hafliði Breiðfjörð
Rakel: Ég fór bara að hlæja
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Rakel skoraði eina mark leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum lengi að ná inn marki og þetta var vinnusigur hjá okkur, þetta var ekki fallegt," sagði Rakel Hönnudóttir fyrirliði Breiðabliks eftir 1-0 sigur á FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 FH

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -0 FH

„Við vorum að spila úr okkur stressið, en eftir að við náðum markinu var ekki mikið um spil hjá okkur. Við héldum boltanum illa og hefðum átt að gera það betur. Við hefðum getað sett allavega eitt mark í viðbót en markmaðurinn þeirra varði tvisvar mjög vel. Ég er samt ánægð með sigurinn."

Þetta var fyrsti grasleikur Breiðabliks á árinu en Rakel segir að liðið hafi æft á grasi að undanförnu.

„Það eru alltaf smá viðbrigði að koma á gras en við erum búnar að æfa á grasi í 3-4 daga svo þetta var allt í lagi," sagði Rakel.

Í dag varð völlurinn alveg hvítur eftir snjókomu en snjórinn varð þó fljótur að hverfa og völlurinn leit vel út í upphafi leiks.

„Ég fór bara að hlæja. Ég bjóst við að leikurinn yrði færður eitthvað en svo kom sól. Maður veit aldrei hvað gerist á Íslandi. Völlurinn var mjög góður."

Rakel spilaði síðustu 20 mínúturnar sem miðvörður eftir að Ingibjörg Sigurðardóttir fékk að líta rauða spjaldið.

„Ég spila bara þar sem ég er beðin um að spila. Ég hef ekki spilað í miðverði áður fyrir utan tvær mínútur í einum leik. Þetta fer í reynslubankann og það var gaman að prufa."

Viðtalið má sjá í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner