fim 27. apríl 2017 22:22
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Sandor Matus í Dalvík/Reyni (Staðfest)
Sandor Matus er kominn í Dalvík/Reyni
Sandor Matus er kominn í Dalvík/Reyni
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Markvörðurinn reyndi Sandor Matus er genginn til liðs við Dalvík/Reyni.

Sandor skrifaði undir samning í dag um að leika með félaginu út komandi tímabil en Sandor gerði garðinn frægann með Akureyrarliðunum KA og Þór.

Sandor er orðinn 40 ára en er í topp standi samkvæmt tilkynningu félagsins. Hann hefur leikið yfir 500 leiki á ferlinum og þar af 294 leiki með KA og Þór.

Sandor kom fyrst til Íslands árið 2004 og lék þá með KA en þá var liðið í efstu deild. Hann gekk svo til liðs við Þór árið 2014 og lék þar einnig í efstu deild.

Dalvík/Reynir er gríðarlega ánægt með að fá þennan reynslubolta til liðs við félagið og vonar að hann muni hafa góð áhrif á liðið innan sem utan vallar.
Athugasemdir
banner
banner
banner