fim 27. apríl 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóri Sam: Zaha kostar 40 milljónir punda
Zaha er öflugur leikmaður.
Zaha er öflugur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Crystal Palace, segir að kantmaðurinn Wilfried Zaha muni hið minnsta kosta 40 milljónir punda í sumar.

Zaha, sem hefur verið frábær fyrir Palace-menn á tímabilinu, vakti áhuga Tottenham síðasta sumar og búist er við því að Spurs muni gera aðra tilraun til þess að reyna að fá hann.

Þessi landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar er samningsbundinn Palace til ársins 2020 og Allardyce vill gera við hann nýjan samning. Hann er þó áhyggjufullur um áhuga annarra liða.

„Persónulega, á markaðinum í dag, klárlega (er hann 40 milljón punda virði). Ég vona bara að enginn bjóði það," sagði Allardyce.

„Það er nægur tími eftir af samningi Wilfried. Sumarið mun koma með það sem það kemur með, hvort sem það sé nýr samningur fyrir hann eða klikkað tilboð frá öðru liði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner