Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 27. apríl 2017 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Vill fá John Terry til Bournemouth
Hvert fer Terry í sumar?
Hvert fer Terry í sumar?
Mynd: Getty Images
Harry Arter, leikmaður Bournemouth vill sjá John Terry ganga til liðs við félagið en Terry mun yfirgefa Chelsea í sumar eftir að hafa leikið allan sinn ferill á Brúnni.

Terry hefur verið 22 ár hjá Chelsea og unnið allt sem hægt er að vinna. Hann tilkynnti fyrr í þessum mánuði að tími hans hjá Chelsea væri búinn þegar samningur hans rynni út í sumar.

Terry gaf það út að hann vildi halda áfram að spila fótbolta og hefur hann verið orðaður við Crystal Palace, Swansea og West Ham. Einnig hefur hann verið orðaður við MLS deildina í Bandaríkjunum.

Arter segir að Terry sé velkominn á suðurströnd Englands og telur að hann geti hjálpað Bournemouth að festa sig í sessi í deild þeirra bestu.

„Ég held að við sem félag erum að þróast upp á við. Við erum að leitast við að bæta okkur á hverju ári, og eina leiðin til þess er að fá góða leikmenn til liðs við okkur. Ef Terry er áhugasamur á að koma hingað, er ég ekki í nokkrum vafa um að félagið myndi fá hann hingað," sagði Arter.

Bournemouth er í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner