Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   fös 27. apríl 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrirliða og þjálfara í 2. deild: 8. sæti
Huginn
Brynjar Skúlason er þjálfari Hugins. Við teljum hann einn af styrkleikum liðsins.
Brynjar Skúlason er þjálfari Hugins. Við teljum hann einn af styrkleikum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Milos Ivankovic spilar með Hugin í sumar.
Milos Ivankovic spilar með Hugin í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blazo Lalevic var einn besti leikmaður 2. deildar í fyrra.
Blazo Lalevic var einn besti leikmaður 2. deildar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Seyðisfirðingum er spáð 8. sæti.
Seyðisfirðingum er spáð 8. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonardóttir
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Huginn, 122 stig
9. Víðir, 103 stig
10. Fjarðabyggð, 86 stig
11. Höttur, 40 stig
12. Tindastóll, 36 stig

8. Huginn
Lokastaða í fyrra: 5. sæti í 2. deild
Eftir að hafa fallið úr Inkasso-deildinni á ótrúlegan hátt tímablið áður endaði Huginn í fimmta sæti 2. deildar í fyrra. Huginn náði ekki í sinn fyrsta sigur fyrr en í sjöttu umferðinni og komst liðið á mikið skrið eftir það. Seinni hlutinn var hins vegar ekki alveg nægilega góður og varð fimmta sætið niðurstaðan fyrir Seyðisfirðinga.

Þjálfarinn: Brynjar Skúlason hefur þjálfað Huginn í áraraðir. Árið 2015 var Brynjar valinn þjálfari ársins í 2. deildinni þegar hann stýrði liði Hugins til sigurs þar. Sjálfur spilaði Brynjar með Huginn í áraraðir en hann á einnig leiki að baki með HK og Fjarðabyggð.

Styrkleikar: Brynjar þjálfari veit hvað þarf til þess að komast upp úr þessari deild. Hann er með Huginshjarta og elskar klúbbinn. Milos Ivankovic ákvað að koma aftur en hann var einn besti varnarmaður deildarinnar í fyrra. Huginn getur komist á skrið en liðið vann sex leiki í röð um mitt mót í fyrra.

Veikleikar: Tveir af bestu leikmönnum deildarinnar í fyrra munu ekki spila með Hugin í sumar; Stefan Spasic og Gonzalo Zamorano Leon. Spasic er meiddur og Gonzalo fór í Víking Ó. Liðið var með besta varnarlið deildarinnar í fyrra og Spasic átti stóran þátt í því. Það verður hægara sagt en gert að fylla skarð hans. Liðið hefur lítið verið saman í vetur og það mun taka tíma fyrir Seyðisfirðinga að slípa sig saman. Breiddin er lítil.

Lykilmenn: Milos Ivankovic, Blazo Lalevic og Nedo Eres.

Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins:
„Spáin kemur mér ekkert á óvart. Við erum bara rétt að ná í lið rétt fyrir mót og maður veit varla sjálfur hversu góðir við verðum. Við höfum mjög lítinn tíma til að æfa saman og stilla saman strengi. Það er það nú yfirleitt þannig að okkur gengur ekkert of vel til að byrja með en svo smá saman kemur þetta. Ég vil alltaf setja markmiðið á að fara upp um deild. Ég vil vera í þessu til að vinna leiki. En svo verður það bara að koma í ljós hvað við getum í sumar."

„Það gæti alveg verið að það komi fleiri leikmenn. Við erum sem dæmi bara með einn markvörð, sem meiddist í okkar fyrsta leik, svo að það væri gaman að hafa auka markmann. Ef einhverjir sprækir strákar vilja spila fyrir Huginn í sumar þá yrði það skoðað."

Komnir:
Cristian Micó Ferrera frá Spáni
Francisco Javier Munoz Bernal frá Spáni
Nedo Eres frá Sindra
Nenad Simic frá Serbíu
Ivan Eres frá Króatíu
Sólmundur Aron Björgúlfsson frá Leikni F.

Farnir:
Aaron Redford til Englands
Alberto Jesus Garcia Balta til Ástralíu
Birkir Pálsson hættur
Daniel Garceran Moreno til Spánar
Gauti Skúlason
Gonzalo Zamorano Leon í Víking Ó.
Ingólfur Árnason í Dalvík/Reyni
Jón Kolbeinn Guðjónsson
Nik Anthony Chamberlain í SR
Pétur Óskarsson í Elliða
Stefan Spasic meiddur
Stefán Ómar Magnússon í ÍA (var á láni)
Teo Kardum til Króatíu

Fyrstu leikir Hugins:
5. maí Þróttur V. - Huginn (Vogarbæjarvöllur)
12. maí Huginn - Kári (Seyðisfjarðarvöllur)
17. maí Leiknir F. - Huginn (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner