Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
   fös 27. apríl 2018 21:02
Ingólfur Stefánsson
Lengjubikarinn B-deild: Völsungur meistari
Sigurlið Völsungs.
Sigurlið Völsungs.
Mynd: Raggi Óla
Mynd: Raggi Óla
Afturelding 2-4 Völsungur
0-1 Bjarki Baldvinsson (1')
1-1 Wentzel Steinarr R Kamban (5')
1-2 Ásgeir Kristjánsson (18')
2-2 Loic Cedric Mbang Ondo (58')
2-3 Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, víti (60')
2-4 Bjarki Baldvinsson (65')

Völsungur og Afturelding mættust í úrslitaleik B-deildar Lengjubikarsins í kvöld í hörkuleik.

Bjarki Baldvinsson kom Völsungum yfir strax á 1. mínútu leiksins. Wentzel Steinarr R Kamban jafnaði fyrir Aftureldingu á 5. mínútu.

Ásgeir Kristjánsson kom Völsungum yfir á nýjan leik eftir 18 mínútna leik. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Völsung.

Loic Cedric Mband Ondo jafnaði á nýjan leik fyrir Aftureldingu á 58. mínútnu. Völsungar komust aftur yfir aðeins tveimur mínútum síðar þegar Aðalsteinn Jóhann Friðriksson skoraði úr vítaspyrnu.

Bjarki Baldvinsson gulltryggði sigur Völsungs fimm mínútum síðar með sínu öðru marki í leiknum.

Völsungur eru því meistarar í B-deild Lengjubikarsins í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner