Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. maí 2015 19:30
Arnar Geir Halldórsson
Ancelotti fundaði aftur með forráðamönnum AC Milan
Tekur hann aftur við AC Milan?
Tekur hann aftur við AC Milan?
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti gæti verið að taka aftur við stjórnartaumunum hjá AC Milan eftir að hafa verið rekinn frá Real Madrid fyrr í vikunni.

Ancelotti er goðsögn hjá AC Milan en þetta risafélag má muna sinn fífil fegurri í ítalska boltanum. Ancelotti lék með liðinu á sínum tíma og gerði frábæra hluti á átta ára þjálfaraferli sínum á San Siro.

Þessi ítalski reynslubolti stýrði AC Milan á árunum 2001-2009 og undir hans stjórn vann liðið Meistaradeild Evrópu tvisvar auk þess að vinna deild og bikar heima fyrir.

Ancelotti hafði gefið það út að hann hygðist taka sér eins árs frí frá fótbolta ef hann yrði látinn fara frá Real Madrid en nú virðist komið annað hljóð í skrokkinn þar sem hann hefur sést á fundum með Adriano Galliani, varaforseta AC Milan, nú síðast í dag.

Forráðamenn AC Milan eru sagðir leggja allt kapp á að fá Ancelotti aftur við stjórnvölin en AC Milan mun í besta falli enda í 9.sæti Serie A á þessu tímabili og hefur tilkynnt að Pippo Inzaghi, núverandi stjóri liðsins, muni ekki stýra því áfram.

Ítalskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir fyrir því að Ancelotti muni gefa lokasvar í síðasta lagi á föstudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner