Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. maí 2015 11:55
Arnar Daði Arnarsson
Hófið - Hetjan breyttist í skúrk
Lokahóf 5. umferðar Pepsi-deildarinnar
Áhorfandi á Skaganum.
Áhorfandi á Skaganum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokasnerting í leik umferðarinnar. Varið á línu frá endurkomu manninum, Kassim Doumbia.
Lokasnerting í leik umferðarinnar. Varið á línu frá endurkomu manninum, Kassim Doumbia.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð Pepsi-deildarinnar lauk í gærkvöldi með þremur leikjum. Það er því kominn tími á gott lokahóf og hvað er betra en að halda gott lokahóf í hádeginu á miðvikudegi. Allt er þetta til gamans gert og til að krydda umræðuna um þessa skemmtilegu deild.

Leikur umferðarinnar: Stjarnan 1 - 1 FH
Sjálfkjörinn leikur umferðarinnar, þrátt fyrir mikla markaveislu á Hlíðarenda í leik Vals og Fjölnis. Það þekkja líklega allir knattspyrnu-áhugamenn söguna á bakvið þessi félög frá því í fyrra, þegar þau léku hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Í gær var hart barist og mikil spenna, leiknum lauk með stórmeistarajafntefli 1-1, eftir að Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiks, með marki frá Big Game Óla Finsen.

EKKI lið umferðarinnar:
Það voru nokkrir markmenn sem komu til greina í EKKI lið umferðarinnar að þessu sinni. Að lokum fékk Denis Cardaklija þann vafasama heiður að standa í rammanum. Fékk á sig tvö mörk gegn nýliðum Leiknis í gærkvöldi og hefði allan daginn átt að gera betur í öðru marki Leiknis, þegar aukaspyrna Charley Fomen fór beint á hann.


Hetja umferðarinnar: Óskar Örn Hauksson
Eftir afspyrnu-lélegan leik þá steig Óskar Örn upp og skoraði sigurmark KR gegn ÍBV 10 mínútum fyrir leikslok með skalla. Þetta reyndist eina mark leiksins og mikilvægi þess gríðarlegt. KR-ingar eru jafnir FH á stigum á toppi deildarinnar eftir þetta mark.

Skúrkur umferðarinnar: Guðjón Orri Sigurjónsson
Hafði staðið sig mjög vel í markinu hjá ÍBV fram að 79. mínútu þegar hann tók óskiljanlega ákvörðun og hljóp út í fyrirgjöf Gunnars Þórs vinstra bakvarðar KR. Hann átti aldrei möguleika á að ná boltanum, sem endaði með því að Óskar Örn Hauksson skallaði boltann í autt markið og tryggði KR 1-0 sigur. Guðjón hafði fyrir þetta, verið einn besti leikmaður ÍBV í leiknum.

Endurkoma umferðarinnar: Kassim Doumbia
Eftir að hafa tekið út fjögurra leikja bann frá því í lokaumferðinni í fyrra, var komið að endurkomu Kassim Doumbia varnarmanns FH. Og það var ekkert smá endurkoma, hann átti góðan leik í hjarta varnarinnar hjá FH og skoraði síðan jöfnunarmarkið með skalla hálftíma fyrir leikslok. Hann hefði síðan getað kórónað allt, með því að skora sigumarkið í uppbótartíma en skalli hans var varinn á línu, á ótrúlegan hátt.

Mark umferðarinnar: Þórir Guðjónsson
Grípum inn í textalýsingu, Gunnars Birgissonar: „HVAÐ ER AÐ GERAST !!!!! Ef einhver veit um skóna hjá vörn Valsmanna er hann beðinn um að skila þeim í afgreiðsluna á Vodafone vellinum STRAX. Þórir fór framhjá fjórum Völsurum eins og að drekka vatn og krullar hann svo í fjærhornið einn á móti markmanni." - Þessi lýsing segir allt sem segja þarf.

Lágmarkskrafa umferðarinnar: Fjölmiðlaaðstaða Leiknis
Fjölmiðlaaðstaða nýliða Leiknis er til háborinnar skammar. Það er kannski hægt að horfa framhjá henni þegar sólin skín og logn er í Breiðholtinu. En á dögum eins og í gær, þá er ekki vinnuhæft í aðstöðunni. Endaði með því að fimm fréttaritarar, voru settir í gám og deildu einum litlum glugga saman til að reyna sjá hvað gerðist á vellinum. Leiknismenn höfðu allan veturinn til að sjá til þess að vera með lágmarks-aðstöðu fyrir blaðamenn. Allt kom fyrir ekki, og þeir eru með lélegustu blaðamanna-aðstöðu sem hefur verið í efstu deild í manna minnum.

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Gunnleifur Vignir Gunnleifsson
Lék sinn 200. leik í efstu deild upjop á Skaga í gær þegar ÍA og Breiðablik mættust. Í heildinni hefur hann leiki 339 leiki í meistaraflokki hér á landi. Og er hvergi nærri hættur. Til hamingju Gunnleifur!

Dómari umferðarinnar: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Fékk 8 í einkunn fyrir dómgæslu sína í leik Leiknis og Víkings. Það var beðið með eftirvæntingu að sjá hver myndi dæma þennan "derby-slag". Vilhjálmur Alvar stóðst prófið og gott betur en það.

Afklæðing umferðarinnar: Sam Hewson
Svo virtist sem Sam Hewson, miðjumaður FH hafi tekið Præst úr buxunum undir lok leiksins. Præst sá skoplegu hliðina á málunum. „Ég hef enga hugmynd. Ég hélt á boltanum og hann tók mig úr buxunum, ég vissi ekkert hvað var í gangi en ég mun hefna mín í næsta leik og taka hann úr buxunum."

Lestur umferðarinnar: Stjórnarmenn ÍBV og Tryggvi Guðmundsson
Stjórnarmenn ÍBV voru fljótir að fara á Fótbolta.net eftir tap gegn KR og lesa úrslitafréttina um leikinn. Þeir voru allt annað en ánægðir með orðaval fréttaritarans og lét Tryggvi Guðmundsson aðstoðarþjálfari ÍBV, annan fréttamann Fótbolta.net heyra það í miðju viðtali við leikmann KR og eftir viðtalið. Þræl eðlilegt allt saman.

Ummæli umferðarinnar: Ólafur Karl Finsen
„Ég var sofandi þegar töflufundurinn var," sagði Ólafur Karl í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 Sport fyrir leik Stjörnunnar og FH aðspurður út í hugsunina að Jeppe Hansen hafi byrjað á bekknum.

Bílastæða-vandræði umferðarinnar: Vodafonevöllurinn
Miklar framkvæmdir eru á Valsvæðinu og búið er að loka stórum parti af bílastæðunum við Valsvöllinn. Það voru því þónokkrir bílar lagðir þvers og kruss útum allt Valsvæðið, á meðan Valur og Fjölnir léku. Fylgir ekki sögunni hvort lögreglan hafi mætt og tekið nokkra þúsund kallana frá þeim sem lögðu ólöglega.

Twittari umferðarinnar: Arnar Már Guðjónsson
Leikmaður ÍA var duglegur á Twitter á meðan leikjunum stóð á mánudaginn. Hann var duglegur að taka upp atvik í leikjum KR-ÍBV og Valur-Fjölnir og deildi því á Twitter. Leikmaður með alvöru metnað fyrir Twitter.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner